Mjöldrunum Litlu Grá og Litlu Hvít mun ekki vera sleppt út í Klettsvík fyrr en næsta vor. Mjaldrasysturnar una sér vel í laug Þekkingarseturs Vestmannaeyja þar sem þær hafa dvalið síðan í júní eftir langt ferðalag sitt frá Shanghai í Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sea Life Trust sem hafa umsjón með hvölunum í Vestmannaeyjum.

Frestun vegna veðurs

„Eins og alltaf er heilsufar og vellíðan Litlu Grá og Litlu Hvít okkar aðal forgangsverkefni,“ segir upplýsingafulltrúi Sea Life Trust og bætir við að það sé meginástæðu þess að flutningi mjaldrasystranna hefur verið frestað.

Vonast hafi verið til að geta flutt mjaldrana yfir í nýja heimili þeirra fyrr en taka þurfti tillit til veðurskilyrða. Mjaldrasysturnar hafi þannig of stuttan tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum áður en vetur ber að garði. Þetta þýði því að Litla Grá og Litla Hvít munu dvelja í hvalalauginni fram að næsta voru en þá munu þær vera betur undirbúnar fyrri breytingarnar.