Innlent

Lítill munur á Bónus, Krónunni og Nettó

Mikill munur reyndist á lægsta og hæsta verði í flestum tilfellum. Vörukarfan í Bónus og Krónunni var næstum því á sama verði.

Bónus var með lægsta verðið samanlagt. Þó munaði mjög litlu á verði í Krónunni og Nettó. Fréttablaðið/Anton Brink

Aðeins 26 króna munur reyndist á vörukörfu sem innihélt 17 vörur í verðkönnun sem ASÍ gerði og hefur birt. Bónus var með lægsta verðið en Krónan nánast á pari. Nettó reyndist ekki nema ríflega 2 prósent dýrari en Bónus.

Samkvæmt tilkynningu frá ASÍ var mikill verðmunur í flestum tilfellum á þeim matvörum sem voru til skoðunar. „Oftast var yfir 40% verðmunur á hæsta og lægsta verði í könnuninni eða í 57 tilfellum af 107 en í 37 tilfellum af 107 var yfir 60% verðmunur á hæsta og lægsta verði.“

Í 20 tilfellum af 107 var verðmunurinn á milli hæsta og lægsta verðsins yfir 80 prósent. „Mestur var verðmunurinn á 200 stykkjum af kaffipokum nr. 4 eða 253% en í þessu tilfelli var tekið niður verð á ódýrustu tegundinni í hverri búð. Þá má nefna mikinn verðmun á bleyjum en mestur var verðmunurinn á Libero bleyjum nr. 2, 36 stk eða 51%. Ódýrastar voru þær í Bónus á 595 kr. en dýrastar í Iceland á 899 kr. Aðrir vöruflokkar þar sem verðmunur var mikill voru hreinlætisvörur, ávextir og grænmeti, kjöt og fiskur, sælgæti og snakk, þurrvörur, drykkjarvörur og barnavörur. “

Könnunin var gerð á sama tíma í öllum verslununum. Miðað var við hilluverð og afsláttur tekinn til greina ef hann sást á hillu.


Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

For­­dæm­ir „morð­­æf­ing­ar“ NATO í Sand­­vík

Innlent

Hundruð hermanna æfa í Sandvík

Innlent

Mikill áhugi Kínverja vekur vonir á Kópaskeri

Auglýsing

Nýjast

Feng­ið líf­láts­hót­an­ir eft­ir að hafa stig­ið fram

Sátt um kjarnorkulausan Kóreuskaga

Gular viðvaranir í gildi næstu þrjá daga

Rændu far­angri er­lendra ferða­manna í mið­bænum

Til­laga um fram­gang borgar­línu sam­þykkt

Ástarsamband Berta og Árna vekur deilur

Auglýsing