Strætó hefur sjaldan verið á betri tíma síð­degis heldur en í dag ef marka má Twitter færslu Strætó þar sem tekin er mynd af anna­tímanum nú síð­degis. Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur verið tví­sýnt um akstur strætó í dag og leiðir fallið niður á lands­byggðinni.

„Léttur anna­tími í dag,“ er skrifað á Twitter síðu Strætó. „Þetta er skjár í stjórn­stöð sem sýni rallar leiðir Strætó. Rauði liturinn táknar að strætó­leið er meira en 5 mín of sein,“ segir í færslunni.

„Yfir­leitt er þessi skjár orðinn eld­rauður á anna­tímum. Þetta sýnir hvað um­ferðin spilar stóran þátt í á­reiðan­leika al­mennings­sam­gangna.“