Vegna bilunar á dælustöð Fitjum er lítið eða ekkert heitt vatn á Suðurnesjum. Þetta á við um öll Suðurnesin, fyrir utan Grindavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS veitum, en þar kemur fram að unnið sé að viðgerðum.

Svipuð tilkynning barst síðastliðin laugardagsmorgun, en þá hafði dælustöðin úti á Fitjum dottið út og heita vatnið því lítið sem ekkert, nema í Grindavík. Tveimur tímum síðar var tilkynningin uppfærð og þar kom fram að rennsli og þrýstingur ætti að komast í lag innan skamms.