Listi Vinstri grænna í Norð­vestur­kjör­dæmi var í dag sam­þykktur á fundi flokksins í Mið­firði í dag en Bjarni Jóns­son, fiski­fræðingur og sveitar­stjórnar­maður, leiðir lista hreyfingarinnar í kjör­dæminu eftir að hann lenti í fyrsta sæti í próf­kjöri flokksins síðast­liðinn apríl.

Bjarni hafði þar með betur gegn þing­manni Vinstri grænna, Lilju Raf­n­ey Magnús­dóttur, sem er í öðru sæti listans. Sam­þykktur listi er í sam­ræmi við niður­stöður próf­kjörsins, þar sem Sig­ríður Gísla­dóttir er í þriðja sæti, Þóra Margrét Lúthers­dóttir í því fjórða, og Lárus Ástmar Hannes­son í fimmta.

Góð stemning

Á fundinum í dag sagði Bjarni að til fram­tíðar lægju miklir mögu­leikar í sterkara VG á sveitar­stjórnar­stiginu og sam­vinnu lands­málanna og sveitar­stjórnar­málanna. Hann þakkaði ráð­herrum VG fyrir mikla vinnu og fram­sækni þrátt fyrir að öll mál hafi ekki náðst í höfn á kjör­tíma­bilinu.

Lilja Raf­n­ey sagði einnig að með gleði og sam­vinnu væri allt hægt og sagðist ætla að láta til sín taka í mál­efnum launa­fólks, sjó­manna og byggðanna og fyrir rétt­látara sam­fé­lagi með um­hverfis­mál að leiðar­ljósi. Hún sagðist fyllast anda­gift yfir fjöl­breyti­leikanum á listanum og þeirri góðu stemningu sem ríkti.

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, vara­for­maður VG, var sér­stakur gestur á fundinum, ræddi kosninga­bar­áttuna fram undan og hvatti fram­bjóð­endur og al­menna fé­lags­menn til dáða. Nú verði á­fram byggt á þeim góða grunni sem lagður hafi verið í ríkis­stjórn, það verði byggt á sam­þykktum síðasta lands­fundar, og horft fram á veginn og talað við fólkið í landinu.

Listi VG í Norð­vestur­kjör­dæmi:

 1. Bjarni Jóns­son, fiski­fræðingur og sveitar­stjórnar­maður, Hólum í Hjalta­dal
 2. Lilja Raf­n­ey Magnús­dóttir, al­þingis­maður, Suður­eyri
 3. Sig­ríður Gísla­dóttir, dýra­læknir, Ísa­firði
 4. Þóra Margrét Lúthers­dóttir, sauð­fjár- og skógar­bóndi, For­sælu­dal í Vatns­dal
 5. Lárus Ástmar Hannes­son, kennari og bæjar­full­trúi, Stykkis­hólmi
 6. Heiðar Mar Björns­son, kvik­mynda­gerðar­maður, Akra­nesi
 7. Hall­dóra Lóa Þor­valds­dóttir, kennslu­stjóri og for­maður byggða­ráðs, Reyk­holti
 8. Ólafur Hall­dórs­son, nemi og starfs­maður í að­hlynningu, Skaga­strönd
 9. Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, þjóð­fræðingur, Stranda­byggð
 10. María Hildur Maack, um­hverfis­stjóri, Reyk­hólum
 11. Auður Björk Birgis­dóttir, háriðn­meistari og bóndi, Hofs­ósi
 12. Einar Helga­son, smá­báta­sjó­maður og skip­stjóri, Pat­reks­firði
 13. Brynja Þor­steins­dóttir, leið­beinandi á leik­skóla og varam. í sveitar­stjórn, Borgar­nesi
 14. Rún Hall­dórs­dóttir, læknir, Akra­nesi
 15. Valdimar Guð­manns­son, iðn­verka­maður og eldri borgari, Blöndu­ósi
 16. Guð­brandur Brynj­úlfs­son, bóndi, Brúar­landi á Mýrum