Óli Hall­dórs­son, for­stöðu­maður og sveitar­stjórnar­full­trúi VG mun leiða fram­boðs­lista Vinstri hreyfingarinnar græns fram­boðs í Norð­austur­kjör­dæmi og í öðru sæti er Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir, al­þingis­maður. Í þriðja sæti er Jó­dís Skúla­dóttir, lög­fræðingur og sveitar­stjórnar­full­trúi VG. Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þingis kveður nú þingið eftir ára­tuga langa setu og skipar heiðurs­sæti listans.

„Þetta er sterkur listi hjá okkur í VG í Norð­austur­kjör­dæmi sem var sam­þykktur á dögunum. Það var margt fólk viljugt til að taka þátt og eiga sæti á listanum og líka mikil þátt­taka í lýð­ræðis­legu for­vali um efstu sætin í febrúar. Mér finnst hafa tekist afar vel til við að raða á listann öflugu fólki úr ó­líkum áttum. Í öllum sínum fjöl­breyti­leika er þessi hópur sam­stíga um megin­erindi VG, meðal annars um vel­ferðar­sam­fé­lag, jöfnuð og náttúru­vernd. Ég hlakka mikið til fram­haldsins,“ segir Óli Hall­dórs­son í til­kynningu frá flokknum.

Listi Vinstri grænna í Norð­austur­kjör­dæmi fyrir Al­þingis­kosningarnar í haust var sam­þykktur á fundi kjör­dæma­ráðs á dögunum. Raf­rænt for­val VG var haldið dagana 13. – 15. febrúar.

Listinn í heild sinni

1 Óli Hall­dórs­son, for­stöðu­maður og sveitar­stjórnar­full­trúi VG, Húsa­vík

2 Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir, al­þingis­maður, Ólafs­firði

3 Jó­dís Skúla­dóttir, lög­fræðingur og sveitar­stjórnar­full­trúi VG, Múla­þingi

4 Kári Gauta­son, sér­fræðingur, Reykja­vík

5 Jana Salóme Ingi­bjargar Jóseps­dóttir, vara­bæjar­full­trúi, Akur­eyri

6 Helga Margrét Jóhannes­dóttir, nemi, Eyja­fjarðar­sveit

7 Ingi­björg Þórðar­dóttir, kennari, Nes­kaup­stað

8 Sig­ríður Hlynur Helgu­son Snæ­björns­son, bóndi og sveitar­stjórnar­maður, Önd­ólfs­stöðum

9 Ás­rún Ýr Gests­dóttir, nemi, Akur­eyri

10 Einar Gauti Helga­son, mat­reiðslu­meistari, Akur­eyri

11 Cecil Haralds­son, fv. sóknar­prestur, Seyðis­firði

12 Angan­týr Ómar Ás­geirs­son, nemi, Akur­eyri

13 Þuríður Helga Kristjáns­dóttir, fram­kvæmdar­stjóri MAK, Akur­eyri

14 Andri Viðar Víg­lunds­son, sjó­maður, Ólafs­firði

15 Katarzyna Maria Cieslu­kowska, starfs­maður í heima­hjúkrun, Húsa­vík

16 Gréta Bergrún Jóhannes­dóttir, doktors­nemi, Þórs­höfn

17 Kristján Eld­járn, bygginga­fræðingur, Svarfaðar­dal

18 Anna Czeczko, grunn­skóla­leið­beinandi, Djúpa­vogi

19 Svavar Pétur Ey­steins­son, menningar­bóndi, Karls­stöðum

20 Stein­grímur J. Sig­fús­son, al­þingis­maður, Gunnars­stöðum