Sósíal­ista­flokkur Ís­lands hefur birt fram­boðs­lista flokksins í Norð­vestur­kjör­dæmi fyrir Al­þingis­kosningarnar sem fara fram 25. septem­ber. Helga Thor­berg, leik­kona og garð­yrkju­fræðingur, leiðir listann. Í öðru sæti er Árni Múli Jóns­son, mann­réttinda­lög­fræðingur og fram­kvæmda­stjóri Þroska­hjálpar. Þriðja sætið skipar Sigurður Jón Hreins­son, véla­hönnuður og bæjar­full­trúi í Ísa­fjarðar­bæ.

Listanum er stillt upp af slembi­völdum hópi meðal fé­laga flokksins. Sam­kvæmt til­kynningu frá flokkunum er það talið skila betri árangri en hefð­bundnar leiðir við upp­röðun á lista.

Al­dís Scram, Berg­vin Ey­þórs­son, Guðni Hannes­son, Helga Thor­berg, Árni Múli Jóns­son, Sigurður Jón Hreins­son og Ágústa Anna Ómars­dóttir skipa sjö efstu sæti á lista Sósíal­ista í Norð­vestur.
Mynd/Sósíalistaflokkur Íslands

„Græðgi, taum­laus neysla og virðingar­leysi við móðir jörð er á góðri leið með að út­rýma öllu lífi á jörðinni,“ segir Helga. „Það er á á­byrgð stjórn­valda að grípa til að­gerða til að sporna við eyði­leggingunni. Það er hins vegar okkar á­byrgð að velja þá sem fara með valdið. Þess vegna þurfum við stjórn­völd sem eru til­búin til að fara í þær rót­tæku breytingar, stjórn­völd sem eru ekki að þjóna auð­valdinu heldur al­menningi. Með því að fylkja okkur um stefnu Sósíal­ista­flokksins, veljum við efna­hags­kerfi sem byggir á líf­væn­legum gildum fyrir fjöldann – en ekki sér­hags­munum fárra. Rót­tækra að­gerða er þörf – ég ætla að leggja því lið.“

„Það er okkar að tryggja að börnin okkar og barna­börn eigi líf­væn­lega fram­tíð. Það verður að grípa til rót­tækra að­gerða til að koma í veg fyrir hörmu­legar af­leiðingar af þeim lífs­máta sem kapítal­isminn hefur leitt yfir heims­byggðina og birtast okkur í fréttum á hverjum degi,“ segir Helga.

„Tæki­færin í sam­fé­laginu okkar eiga að vera jöfn sam­kvæmt laga­bók­stafnum en þau eru það bara alls ekki í raun“ segir Árni Múli. „Allt of margir, stórir hópar fólks, þurfa að þola margs konar og mikla mis­munun og hafa mjög skert tæki­færi á flestum sviðum. Þessari mis­munun og ó­jöfnuði sem af henni leiðir fylgir síðan virðingar­leysi og ömur­legt og niður­lægjandi vald­leysi fólks sem hefur ekkert til saka unnið annað en að vera fatlað eða fá­tækt eða af er­lendum upp­runa eða bara af ein­hverjum á­stæðum ekki í náðinni hjá sem valdið hafa í krafti pólitísks valds og/eða auðs. Við bara verðum að breyta þessu og hafa jöfn tæki­færi allra, mann­réttindi og hags­muni alls al­mennings á­vallt að leiðar­ljósi og snúa af braut mis­skiptingar og sér­hags­muna­gæslu, með allri þeirri spillingu sem hún þrífst á og elur af sér.“

„Á hinum Norður­löndunum er sam­fé­lags­módel sem tryggir fólki bestu lífs­kjör sem þekkjast á jörðinni og það er sósíal­isma að stórum hluta að þakka,“ segir Sigurður Jón Hreins­son, sem er í þriðja sæti. „Okkar sam­fé­lag hefur á liðnum árum færst til hægri frá þessu nor­ræna módeli og þeirri þróun vill ég snúa við.“

Listi Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi:


1. Helga Thorberg, leikkona og garðyrkjufræðingur
2. Árni Múli Jónasson, mannréttindalögfræðingur og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
3. Sigurður Jón Hreinsson, véliðnfræðingur og bæjarfulltrúi
4. Aldís Schram, lögfræðingur og kennari
5. Bergvin Eyþórsson, þjónustufulltrúi og varaformaður Verkalýðsfélags Vestfjarða
6. Guðni Hannesson, ljósmyndari
7. Ágústa Anna Ómarsdóttir, lyfjatæknir
8. Sigurbjörg Magnúsdottir, eftirlaunakona
9. Jónas Þorvaldsson, sjómaður
10. Valdimar Arnþór Anderssen, heimavinnandi húsfaðir
11. Guðrún Bergmann Leifsdóttir, listakona
12. Magnús A. Sigurðsson, minjavörður vesturlands
13. Dröfn Guðmundsdóttir, kennari
14. Indriði Aðalsteinsson, bóndi
15. Fjóla Heiðdal Steinarsdóttir, háskólanemi
16. Finnur Torfi Hjörleifsson, lögfræðingur, eftirlaunamaður