Fram­boðs­listi Sam­fylkingarinnar í Suður­vestur­kjör­dæmi fyrir al­þingis­kosningarnar 25. septem­ber 2021 var sam­þykktur með yfir­gnæfandi meiri­hluta á fundi kjör­dæmis­ráðs Sam­fylkingarinnar í kvöld.

Frétta­blaðið greindi frá í gær að Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM myndi lista Sam­fylkingarinnar í Suð­vestur­kjö­dæmi og að Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður, rithöfundur og fyrrverandi oddviti flokksins væri í öðru sæti.

Í þriðja sæti er Inga Björk Margrétar Bjarna­dóttir list­fræðingur sem hefur verið ötul bar­áttu­kona fyrir réttindum fatlaðs fólk og starfar fyrir Þroska­hjálp, fjórða sæti skipar svo Guð­mundur Ari Sigur­jóns­son bæjar­full­trúi Sam­fylkingarinnar á Sel­tjarnar­nesi og tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræðingur.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins var Jónu Þór­eyju Péturs­dóttur, fyrr­ver­andi for­­seta stúd­enta­ráðs Há­­skóla Ís­lands, boðið þriðja sætið á lista. Jóna Þór­ey gaf kost á sér til for­ystu í kjör­dæminu og er hún sögð hafa hafnað boði upp­stillingar­nefndar um þriðja sæti.

„Ég vil þakka fé­lögum mínum í Suð­vestur­kjör­dæmi traustið sem þau sýna mér með því að velja mig til að leiða fram­boðs­lista Sam­fylkingarinnar til Al­þingis„ segir Þórunn Svein­bjarnar­dóttir í frétta­til­kynningu frá Sam­fylkingunni. „Hér er saman kominn mjög öflugur hópur fram­bjóð­enda sem á brýnt erindi við kjós­endur í Kraganum.“.

Þórunn er for­maður BHM, fyrr­verandi al­þingis­maður og um­hverfis­ráð­herra. Þórunn er stjórn­mála­fræðingur frá Há­skóla Ís­lands og Johns Hop­kins Uni­versity, Paul H. Nitze School of Advanced International Stu­dies.

Fram­boðs­listi Sam­fylkingarinnar í Suð­vestur­kjör­dæmi:

 1. Þórunn Svein­bjarnar­dóttir, for­maður BHM
 2. Guð­mundur Andri Thors­son, al­þingis­maður og rit­höfundur
 3. Inga Björk Margrétar Bjarna­dóttir, bar­áttu­kona fyrir réttindum fatlaðs fólks, starfs­maður Þroska­hjálpar og list­fræðingur
 4. Guð­mundur Ari Sigur­jóns­son, tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræðingur og bæjar­full­trúi á Sel­tjarnar­nesi
 5. Sól­veig Skafta­dóttir, al­þjóða­fræðingur og starfs­maður þing­flokks Sam­fylkingarinnar
 6. Óskar Steinn Ómars­son, deildar­stjóri á leik­skóla
 7. Dona­ta H. Bukowska, kennslu­ráð­gjafi í mál­efnum nem­enda með ís­lensku sem annað mál í Kópa­vogi
 8. Árni Rúnar Þor­valds­son, grunn­skóla­kennari
 9. Gerður Páls­dóttir, þroska­þjálfi
 10. Arnar Ingi Inga­son, tón­listar­maður
 11. Sigur­þóra Bergs­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Bergsins headspace
 12. Sigur­jón Gunnars­son, húsa­smíða­meistari
 13. Ingi­björg Iða Auðunar­dóttir, ís­lensku­nemi og for­seti Ungra jafnaðar­manna í Garða­bæ
 14. Gylfi Ingvars­son, vél­virki og eldri borgari
 15. Brand­dís Ás­rún Snæ­fríðar­dóttir, meistara­nemi í lög­fræði
 16. Hörður Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri
 17. Kristín Sæ­vars­dóttir, vöru­stjóri
 18. Kol­beinn A. Dal­rymple, fjöl­miðla­maður
 19. Hildur Rós Guð­bjargar­dóttir, kennara­nemi og starfs­maður Hrafnistu

20. Haf­steinn Karls­son, skóla­stjóri

21. Margrét Tryggva­dóttir, rit­höfundur

22. Magnús Norð­dahl, lög­fræðingur ASÍ og fyrr­verandi al­þingis­maður

23. Dóra Han­sen, innan­húss­arki­tekt og kennari

24. Jónas Sigurðs­son, fyrr­verandi bæjar­full­trúi í Mos­fells­bæ

25. Jóna Dóra Karls­dóttir, fyrr­verandi bæjar­full­trúi og for­seti bæjar­stjórnar í Hafnar­firði

26. Rann­veig Guð­munds­dóttir, fyrr­verandi al­þingis­maður og ráð­herra