Aldrei var rætt í aðdraganda söluútboðs Íslandsbanka að birta nafnalista kaupenda.

Þetta sagði Lárus Blöndal hjá Bankasýslunni á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær.

Lárus var spurður hvort ráðherrar hefðu lagt áherslu á það fyrir útboðið að kaupendalisti yrði birtur þegar viðskiptin yrðu um garð gengin.

Hann sagðist aldrei hafa heyrt það. Fyrst eftir útboðið hafi komið fram sú krafa að birta lista yfir kaupendur, sem hafi verið fordæmalaus gjörð, að sögn Lárusar.