Listfræðafélag Íslands og Þjóðminjasafn Íslands standa fyrir málþingi til heiðurs Þóru Kristjánsdóttur á milli klukkan 13.00 og 15.00 í dag. Þóra var valin fyrsti heiðursfélagi Listfræðafélagsins í fyrra en hún var einn af stofnmeðlimum Listafræðafélagsins sem stofnað var árið 2009.

Þóra starfaði meðal annars við Listasafns Íslands, sem fréttamaður RÚV, listráðunautur Norræna hússins 1974-79 og síðar Kjarvalsstaða, og sem sérfræðingur hjá Þjóðminjasafni Íslands. Hún sat í ýmsum stjórnum, þar á meðal Listahátíðar í Reykjavík, kirkjulistanefndar Þjóðkirkjunnar og Listvinafélagi Hallgrímskirkju.

Vegna fjöldatakmarkana fer málþingið rafrænt fram í gegnum fundarkerfi Teams, en hægt er að nálgast hlekk á viðburðinn á Facebook-síðum Listfræðafélagsins og Þjóðminjasafnsins.