Lögð verða til ný á­kvæði til bráða­birgða við lög um lista­manna­laun þess efnis að saman­lögðum starfs­launum árið 2021 verði fjölgað tíma­bundið úr 1.600 mánaðar­launum í 2.150.

Þetta er sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi ríkis­stjórnarinnar fyrir árið 2021 sem kynnt var í morgun.

CO­VID-19-far­aldurinn hefur haft mikil á­hrif á af­komu lista­manna hér á landi eins og annars staðar, en sam­kvæmt frum­varpinu verður fjár­heimild aukin um 225 milljónir króna. Er fram­lagið hluti af fjár­festingar­á­taki ríkis­stjórnarinnar til að sporna gegn niður­sveiflu í efna­hags­lífinu í kjöl­far heims­far­aldurs kórónu­veirunnar.

Heildar­fjár­heimild til menningar­sjóða nemur tæpum 5,3 milljörðum króna og hækkar um rétt rúmar 400 milljónir króna frá gildandi fjár­lögum.