Forystumenn stjórnmálaflokkannna funduðu í morgun í Ráðherrabústaðnum með Samtökum atvinnulífsins um þann möguleika að sporna við átökum á vinnumarkaði.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heyrði einnig í forystu Alþýðusambands Íslands varðandi stöðuna í morgun og hyggst taka stöðuna með þeim síðar í dag.

Hún gaf lítið upp sem það sem fram fór á fundinum í morgun í samtali við fréttamenn RÚV og Stöðvar 2en sagði að línurnar muni skýrast betur í dag eða á morgun.

Atkvæðagreiðslur um uppsögn lífskjarasamningsins áttu að fara fram í dag en þeim var frestað um sólarhring. Katrín segir að forrystufólk SA hafi ákveðið það.

Ósammála um forsendur kjarasamninga

Sam­tök at­vinnu­lífsins telja for­sendur Lífs­kjara­samningsins brostnar en því er ASÍ ósammála. SA telur heimilt að segja upp kjarasamningum um mánaðamót komi verkalýðshreyfingin ekki til móts við atvinnulífið. SA telur forsendur ekki halda í ljósi efnahagsáhrifa kórónaveirufaraldursins.

Að mati SA eru engar for­sendur fyrir hækkun launa­kostnaðar í at­vinnu­lífinu. Til að bregðast við þessum for­sendu­bresti kynntu SA nokkrar leiðir:

  • Frestun launa­hækkana og lenging kjara­samnings sem henni nemur
  • Tíma­bundin lækkun á fram­lagi at­vinnu­rek­enda í líf­eyris­sjóði
  • Tíma­bundin frestun endur­skoðunar kjara­samninga
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir almennar vísanir til stöðu fyrirtækja vegna Covid halda ekki vatni, enda sé staða þeirra mjög mismunandi.

Lífskjarasamningurinn hvíldi á þremur for­sendum:

  • Að kaup­máttur hafi aukist á samnings­tímanum.
  • Að vextir hafi lækkað fram að endur­skoðun samningsins.
  • Að stjórn­völd hafi staðið við gefin fyrir­heit sam­kvæmt yfir­lýsingum ríkis­stjórnarinnar sem gefnar voru í tengslum við samningana.

Bendir ASÍ á að kaup­máttur launa hafi aukist um 4,8 prósent það sem af er samnings­tímanum og for­senda um aukinn kaup­mátt launa því staðist. Stýri­vextir hafi lækkað úr 4,5 prósentum í 1 prósent, eða um 3 prósentu­stig það sem af er samnings­tímanum. Því hafi for­senda um lækkun vaxta staðist.

Tíma­sett lof­orð stjórn­valda hafi staðist utan á­kvæði um bann við 40 ára verð­tryggðum lánum. Frum­varp sem tekur á því máli verði lagt fram á komandi haust­þingi og er það mat ASÍ að fram­lagning þess á næstu vikum feli í sér efndir á þeim lið yfir­lýsingar ríkis­stjórnarinnar.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segiralmennar vísanir til stöðu fyrirtækja vegna Covid halda ekki vatni.
Fréttablaðið/Anton Brink