Stjórn­stöð Land­helgis­gæslunnar barst til­kynning á sjöunda tímanum í morgun um að línu­bátur væri strandaður við Rifs­tanga á Mel­rakka­sléttu.

Fram kemur í til­kynningu frá Land­helgis­gæslunni að tveir hafi verið um borð. TF-GRO, þyrla Land­helgis­gæslunnar, var kölluð út sem og björgunar­skipið Gunn­björg frá Raufar­höfn auk sjó­björgunar­sveita á vegum Slysa­varna­fé­lagsins Lands­bjargar. Einnig voru bátar sem voru í grennd beðnir um að halda á vett­vang.

Rúmri klukku­stund eftir að báturinn strandaði tókst björgunar­skipinu Gunn­björgu að draga línu­bátinn af strand­stað. Þyrla Land­helgis­gæslunnar var þá aftur­kölluð sem og aðrar bjargir. Línu­báturinn er nú á leið til Raufar­hafnar.