Banda­ríski sam­fé­lags­miðillinn Lin­kedIn, í eigu Micros­oft, ætlar að hætta starf­semi sinni í Kína og loka vef­síðunni þar síðar á árinu. Að sögn fyrir­tækisins er það „vegna þess að rekstrar­um­hverfið er orðið meira krefjandi og til­skipana sem erfiðara er að fylgja.“

Lin­kedIn ætlar að bjóða upp á nýja þjónustu sem að­eins verður í boði í Kína. Þar verður ekki hægt að setja inn færslur eða setja inn um­mæli en það hefur verið grund­völlur starf­semi sam­fé­lags­miðilsins um heim allan.

Fyrir­tækið hefur lengi vel verið eina stóri banda­ríski sam­fé­lags­miðillinn í boði í Kína en Face­book og Twitter eru ekki leyfðir þar. Til að styggja ekki kín­versk yfir­völd hefur fyrir­tækið hingað til rit­skoðað færslur kín­verskra not­enda í sam­ræmi við þar­lend lög en önnur banda­rísk tækni­fyrir­tæki hafa verið treg til þess eða ekki haft bol­magn til.

Í mars á­víttu kín­versk yfir­­völd Lin­kedIn fyrir að rit­­skoða ekki pólitískt efni sam­­kvæmt heimildar­­mönnum New York Times.