Linda Péturs­dóttir greinir frá eftir­minnan­legri reynslu á Face­book síðu sinni þar sem hún segir skæru­liða­sam­tök hafi reynt að ræna henni þegar hún var stödd í El Salvador. Í dag eru rúm­lega þrjá­tíu ár frá því að Linda var krýnd Miss World en hún segist í kjöl­farið hafa ferðast um heiminn og séð það besta og versta í fari fólks.

„Minnis­stæðasta ferðin mín var til El Salvador. Við flugum þangað þegar borgara­styrj­öld geisaði,“ skrifar Linda í færslunni en hún segir að það hafi verið sér­stakt að upp­lifa borgara­styrj­öld. „Að heyra skot­hríð allan sólar­hringinn er eitt­hvað sem enginn vill búa við. Við heim­sóttum fjöl­skyldu í San Salvador og þar sá ég á­hrifin sem stríðið var búið að hafa á þau. Heimilis­faðirinn var and­lega ör­magna.“

Vakin upp með látum

Mark­mið ferðarinnar var að færa börnum á munaðar­leysingja­heimili lyf en Linda greinir frá því að henni hafi verið boðið til morgun­verðar­fundar með þá­verandi for­seta landsins. „Líf­verðir fylgdu mér hvert fót­mál og þeir stóðu vaktina fyrir utan hótel­her­bergið mitt allan sólar­hringinn,“ skrifar Linda.

Þá segir Linda að hún hafi verið vakin upp með látum nóttina eftir fundinn með for­setanum þegar skæru­liða­sam­tök höfðu gert til­raun til mann­ráns. „Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna, frá litla sjávar­þorpinu á Ís­landi,“ skrifar Linda.„Í kjöl­farið flúðum við landið í snatri og þessu var haldið utan fjöl­miðla.“ skrifar Linda en hún segir að hún hafi skilið enn betur hversu eld­fimar að­stæðurnar voru í raun og veru eftir að hún stundaði nám í stjórn­mála­fræði. Þrátt fyrir allt segist Linda þó vera þakk­lát fyrir tæki­færið að hafa verið Ung­frú Heimur.

Lærði heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði

Linda segir að hún hafi skilið enn betur hversu eld­fimar að­stæðurnar voru í raun og veru eftir að hún stundaði nám í stjórn­mála­fræði. Þrátt fyrir allt segist Linda þó vera þakk­lát fyrir tæki­færið að hafa verið Ung­frú Heimur.

Í sam­tali við Frétta­blaðið síðast­liðinn febrúar sagðist Linda hafa staðið á á­kveðnum kross­gátum eftir að hún missti fyrir­tækið sitt, Bað­húsið, sem hún hafði þá rekið í tvo ára­tugi. Hún hafi viljað ögra sér og því á­kveðið að skrá sig í nám á fé­lags- og lög­fræði­sviði Há­skólans við Bif­röst sem er sam­bland af heim­speki, hag­fræði og stjórn­mála­fræði.

Linda flutti síðan al­farið til Kali­forníu fyrir meira en tveimur árum eftir að læknirinn hennar ráð­lagði henni að flytjast á stað með hlýrra lofts­lag en hún hefur þjáðst af slæmri liða­gigt síðustu tuttugu ár. Að hennar sögn hefur hitinn verið sem al­gjört krafta­verk og hefur hún verið lyfja­laus frá því að hún flutti.