Einstaklingar á vegum umhverfissinnahópsins Just Stop Oil límdi sig fyrr í dag við afrit af málverkinu „Síðasta kvöldmáltíðin“ sem Leonardo da Vinci málaði á sextándu öld í mótmælum gegn jarðefnaeldsneyti. Sky News greinir frá.
Fimm einstaklingar límdu hendur sínar við ramma verksins, sem staðsett er í listasafni The Royal Academy í Bretlandi. Lögreglan var kölluð á svæðið.
Hópurinn Just Stop Oil er þekktur fyrir athæfi eins og þetta. Einstaklingar á vegum hópsins hafa farið ýmislegar leiðir til að mótmæla notkun á jarðefnaeldsneyti.
Fyrr í vikunni var hópurinn staddur á listasafni í Skotlandi þar sem þau hengdu sínar eigin útgáfur yfir málverk sem hanga þar á veggjum og síðasta sunnudag braust hópurinn inn á brautina í breska kappakstrinum í Formúlu 1 og mótmælti notkun jarðefnaeldsneytis.
Einstaklingar kölluðu eftir því að leit að olíu og gasi yrði stöðvuð og að þau myndu hætta að trufla listastofnanir þegar ríkisstjórnin í Bretlandi beitir sér í málinu.

