Ein­staklingar á vegum um­hverfis­sinna­hópsins Just Stop Oil límdi sig fyrr í dag við af­rit af mál­verkinu „Síðasta kvöld­mál­tíðin“ sem Leonar­do da Vinci málaði á sex­tándu öld í mót­mælum gegn jarð­efna­elds­neyti. Sky News greinir frá.

Fimm ein­staklingar límdu hendur sínar við ramma verksins, sem stað­sett er í lista­safni The Royal A­cademy í Bret­landi. Lög­reglan var kölluð á svæðið.

Hópurinn Just Stop Oil er þekktur fyrir at­hæfi eins og þetta. Ein­staklingar á vegum hópsins hafa farið ýmis­legar leiðir til að mót­mæla notkun á jarð­efna­elds­neyti.

Fyrr í vikunni var hópurinn staddur á listasafni í Skotlandi þar sem þau hengdu sínar eigin útgáfur yfir málverk sem hanga þar á veggjum og síðasta sunnudag braust hópurinn inn á brautina í breska kappakstrinum í Formúlu 1 og mótmælti notkun jarðefnaeldsneytis.

Ein­staklingar kölluðu eftir því að leit að olíu og gasi yrði stöðvuð og að þau myndu hætta að trufla lista­stofnanir þegar ríkis­stjórnin í Bret­landi beitir sér í málinu.

Mótmælendur spreyjuðu „No new oil“ eða „enga nýja olíu“ undir verkið, sem er átta metra langt.
Fréttablaðið/Getty
Lögregla var kölluð á svæðið.
Fréttablaðið/Getty