Innlent

Lilja vildi ekki kæra öldruðu konuna

Lilja Raf­n­ey Magnús­dóttir, þing­maður Vinstri grænna, segir það ekki vilja hennar að lög­regla leggi fram kæru á hendur ní­ræðri konu sem varð valdur að á­rekstri sem fjöl­skylda Lilju lenti í í Vest­fjarða­göngum í fyrra.

Lilja Rafney óskar konunni alls hins besta og þakkar Guði fyrir að ekki fór verr. Fréttablaðið/Ernir

Lilja Raf­n­ey Magnús­dóttir, þing­maður Vinstri grænna, segir að hún hafi ekki viljað leggja fram kæru á hendur ní­ræðri konu sem varð valdur að á­rekstri sem fjöl­skylda Lilju lenti í í Vest­fjarða­göngum í fyrra.

Í færslu sem Lilja birti á Face­book-síðu sinni í dag segir hún að fjöl­skyldan vilji koma því á fram­færi að þau hafi ekkert með á­kvörðunina að gera. Þau þakki Guði fyrir að ekki fór verr og óska konunni alls hins besta.

RÚV birti í gær frétt vegna á­kærunnar. Þar segir að konan sé á­kærð fyrir að hafa hvorki veitt nægi­lega að­gæslu við akstur né um­ferð úr gagn­stæðri átt. Á­reksturinn átti sér stað á ein­breiðum hluta Botns­heiðar­af­leggjara ganganna. Í ljósi þess að konan vék ekki ók hún framan á bílinn sem kom úr gagn­stæðri átt. Þrjú voru í bílnum og slösuðust þau öll. Aðal­með­ferð hefst í byrjun febrúar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Heiðraði minningu ömmu sinnar í Vancou­ver á hjartnæman hátt

Innlent

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Innlent

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Auglýsing

Nýjast

Angela Merkel gagn­rýnir ein­angrunar­hyggju Banda­ríkjanna

Fara fram á þungan dóm yfir fyrr­verandi kosninga­stjóra Trump

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­staðnum

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing