Lilja Al­freðs­dóttir, við­skipta- og menningar­mála­ráð­herra, telur að slysin í Reynis­fjöru séu of mörg og vill að hægt verði að loka ferða­manna­stöðum á borð við Reynis­fjöru ef svo ber undir.

„Já, Það er mín skoðun. Ég sem ráð­herra mála­flokksins horfi auð­vitað á heildar­hags­muni hans. Það er ekki gott fyrir heildina þegar það eru orðnir ein­hverjir stór­hættu­legir staðir og við gerum ekkert í því,“ segir hún í við­tali við Morgun­blaðið í dag.

Er­lendur ferða­maður lést eftir að hann sogaðist út í brimið í Reynis­fjöru á föstu­dag. Var þetta fimmta bana­slysið í fjörunni á að­eins sjö árum.

Bent er á það í frétt Morgun­blaðsins að lög­reglu sé heimilt að loka hættu­legum svæðum en það vanti upp á að á­kveða hvernig þeirri heimild er beitt.

„Það er orð­spors­á­hætta í þessu sem ég þarf að hugsa um. Því þetta er á­kveðið svæði og þetta er sí­endur­tekið,“ segir Lilja við Morgun­blaðið.