Lilja Al­freðs­dóttir, mennta- og menningar­mála­ráð­herra, hefur sent for­stjóra App­le, Tim Cook, bréf þar sem hún biður hann að bæta ís­lensku við sem tungu­máli í öll kerfi iOs kerfisins þannig að hægt sé að hlusta og skrifa á ís­lensku í öllum tækjum App­le.

„Ég bið um það að App­le í­hugi að bæta við ís­lensku í raddar-, texta- og tal­bóka­safn iOs tækja – svo að við getum talað við þau á móður­máli okkar, varð­veitt menningar­lega arf­leifð okkar, og verið skilin, í sam­tengdum heimi,“ segir Lilja í bréfinu.

Í færslu sem hún deilir með bréfinu á Face­book segir hún að Dis­n­ey hafi tekið vel í á­skorun hennar um að sýna ís­lenskunni aukna virðingu og að hún hafi sömu væntingar til App­le.

„Bíð spennt eftir svari ...,“ segir hún að lokum.

Bréfin má sjá hér að neðan.

Dis­n­ey til­kynnti í júní á þessu ári, eftir sam­skipti við Lilju, að 600 kvik­myndir og þættir á ís­lensku eða með ís­lenskum texta væru væntan­legir á streymis­veituna Dis­n­ey+.