Lilja Al­freðs­dóttir mennta­mála­ráð­herra segir að mál sjúkra­liðans Ástu Mar­teins­dóttur verði tekið aftur upp hjá Mennta­sjóði náms­manna og er von­góð um að lausn finnist á málinu. Þetta kom fram í kvöld­fréttum Ríkis­út­varpsins.

Til­efnið er frétt Frétta­blaðsins af máli Ástu en náms­lán hennar voru skert um helming þar sem hún hafði unnið fyrir bak­varða­sveit heil­brigðis­kerfisins. Hún furðaði sig á því að stjórn­völd hefðu ekki séð til þess að nemar sem buðu að­stoð í far­aldrinum yrðu ekki síðar fyrir lang­varandi tekju­skerðingu.

„Ég reyndar átti svo sem alveg von á þessu, svona virkar LÍN en mér finnst bara svo mikil þver­sögn í því að eitt stjórn­vald óski eftir að­stoð en svo refsar annað þér. Það er svo ó­rök­rétt,“ sagði Ásta vegna máls síns. Hún sagðist­ þekkja aðra í svipaðri stöðu.

Verði tekið til­lit til þessa

Í kvöld­fréttum segir Lilja að bak­varða­sveitin hafi gegnt gríðar­lega mikil­vægu hlut­verki. Því sé mikil­vægt að stjórn­völd sendi þau skila­boð að þau kunni að meta vinnu sveitarinnar.

„Þannig að þetta mál er til um­fjöllunar og ég veit að það mun koma já­kvæð og far­sæl lausn á þessu máli á allra næstu dögum,“ segir Lilja.

Hún segir stjórn mennta­sjóðsins vinna að því að tekið verði til­lit til náms­manna með heil­brigðis­menntun í fram­tíðinni. Hún hvetji því þessa ein­stak­linga til að bjóða fram krafta sína í bak­varða­sveitinni.

„Við kunnum svo sannar­lega að meta hvað bak­varða­sveitin hefur verið að gera og þess vegna er stjórn mennta­sjóðsins að taka þetta til efnis­legrar um­fjöllunar,“ segir hún.