Lilja Raf­n­ey Magnús­dóttir, þing­maður Vinstri grænna, lýsti því yfir á lands­fundi hreyfingarinnar í kvöld að hún ætli að taka sæti á lista á lista í Norð­vestur­kjör­dæmi fyrir Al­þingis­kosningarnar í haust.

Lilja Raf­n­ey bauð sig fram í odd­vita­sæti í for­vali í apríl en tapaði fyrsta sætinu til Bjarna Jóns­sonar, vara­þing­manni og sveitar­stjórnar­manni VG í Skaga­firði.

Í til­kynningu frá flokknum kemur fram að fundurinn hafi fagnað á­kvörðun Lilju Raf­n­eyjar með lófa­klappi.

Lilja Raf­n­ey er stofn­fé­lagi í VG og sagðist hún á fundinum, undir liðnum al­mennar stjórn­mála­um­ræður, vilja vinna á­fram að góðum verkum fyrir hreyfinguna.