Bjarni Jóns­son, sveitar­stjórnar­maður hafði betur gegn Lilju Raf­n­ey Magnús­dóttur, þing­manni í próf­kjöri Vinstri grænna í Norð­vestur­kjör­dæmi. Þau sóttust bæði eftir fyrsta sætinu í kjör­dæminu.

Lilja bætist þar við í hóp stjórnar­þing­manna úr röðum Fram­sóknar og Vinstri-grænna sem hefur verið hafnað í próf­kjörum flokkanna. Lilja hefur verið þing­maður Vinstri-grænna frá árinu 2009.

Bjarni er stjórnarformaður Póstsins og sonur Jóns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra. Þá er hann einnig bróðir Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra.

Valið var í fimm efstu sæti á framboðslista VG í alþingiskosningunum sem fram fara í haust. 

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

  1. sæti Bjarni Jónsson með 543 atkvæði í 1. sæti
  2. sæti Lilja Rafney Magnúsdóttir með 565 atkvæði í 1.-2. sætið
  3. sæti Sigríður Gísladóttir með 444 atkvæði í 1.-3. sæti
  4. sæti Þóra Margrét Lúthersdóttir með 622 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. sæti Lárus Ástmar Hannesson með 679 atkvæði í 1.-5. sæti

8 voru í framboði

Á kjörskrá voru 1454

Atkvæði greiddu 1049

Kosningaþáttaka var 72% 

Auðir seðlar 3

Kjörstjórn leggur fram lista með 16 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.