Lilja Al­freðs­dóttir, mennta- og menningar­mála­ráð­herra, losnaði úr sótt­kví í dag eftir fjór­tán daga. Hún hefur eytt sótt­kvínni úti í sveit og unnið þar fjar­vinnu.

Lilja til­kynnti um það þann 29. júní síðast­liðinn að hún þyrfti að fara í tveggja vikna sótt­kví eftir að kórónu­veiru­smit kom upp í nær­um­hverfi hennar. Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins var það eigin­maður Lilju sem smitaðist.

Ráð­herrann slapp þó sjálfur við smit en Lilja hefur farið í skimanir í sótt­kvínni. „Laus úr sótt­kví, eftir 14 daga vist í sveitinni og skimanir sem færðu mér ó­metan­legt ferða- og at­hafna­frelsi á ný,“ segir hún á Face­book.

Hún var þó fegin að vera laus og er mætt aftur í bæinn: „Fjar­vinna hefur ýmsa kosti, en mikið var gott að mæta í ráðu­neytið í morgun. Mitt fólk er allt við góða heilsu og fyrir það erum við þakk­lát og fögnum frjáls­leikanum!“ segir ráð­herrann.

„Ég vil líka þakka fyrir hversu vel heil­brigðis­kerfið okkar hefur sinnt sínum verk­efnum. Þá hefur Ís­lensk erfða­greining og allt það góða fólk heldur betur unnið þrek­virki í þessum málum! Takk!“

Laus úr sóttkví, eftir 14 daga vist í sveitinni og skimanir sem færðu mér ómetanlegt ferða- og athafnafrelsi á ný....

Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Tuesday, July 14, 2020