Lilja Dögg Al­freðs­dóttir var launa­hæsti ráð­herra ríkis­stjórnarinnar í fyrra sam­­kvæmt á­lagninga­skrá Ríkis­skatt­­stjóra sem lögð hefur verið fram.

Lilja var með í mánaðar­laun tæpar 2,7 milljónir sem þá­verandi mennta- og menningarmálaráðherra sam­kvæmt á­lagningar­skránni og því með um 32 milljónir í árs­laun. Með næst­hæstu launin var for­sætis­ráð­herra, Katrín Jakobs­dóttir, með tæpar 2,7 milljónir líka en á munurinn á launum hennar og Lilju var alls 25. 352 krónur.

Tveir ráðherrar með undir tvær í mánaðarlaun

Á eftir Katrínu er svo Bjarni með rúmar 2,4 milljónir í mánaðar­laun sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og þar af leiðandi með um 29 milljónir í árs­laun. Á eftir þeim koma svo ráð­herrarnir með um og yfir tvær milljónir í mánaðar­laun en af þeim ráð­herrum sem sitja núna skera þeir Willum Þór Þórs­son og Jón Gunnars­son sig úr með rúma 1,5 milljón í mánaðar­laun.

Taka verður til greina að þeir tóku við em­bætti ráð­herra í nóvember og því má gera ráð fyrir því að laun þeirra beggja hafi hækkað tölu­vert frá því.

Ný ríkisstjórn tók við í nóvember í fyrra. Lilja D. Alfreðsdóttir, sem var þá mennta- og menningarmálaráðherra, var með í fyrra 25 þúsund krónum hærri laun en forsætisráðherra.
Fréttablaðið/Eyþór

Hér að neðan má sjá mánaðar­laun ráð­herra í fyrr eins og þau eru skráð í á­lagningar­skránna:

 • Lilja D. Al­freðs­dóttir menningar- og ferða­mála­ráð­herra var með 2.695.920 krónur í mánaðar­laun.
 • Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra var með 2.670.568 krónur í mánaðar­laun.
 • Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra var með 2.421.226 krónur í mánaðar­laun.
 • Guð­laugur Þór Þórðar­son um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráð­herra var með 2.399.866 krónur í mánaðar­laun.
 • Sigurður Ingi Jóhanns­son inn­viða­ráð­herra var með 2.329.764 krónur í mánaðar­laun.
 • Svan­dís Svavars­dóttir mat­væla­ráð­herra var með 2.312.823 krónur í mánaðar­laun.
 • Guð­mundur Ingi Guð­brands­son fé­lags- og vinnu­markaðs­ráð­herra var með 2.216.871 krónur í mánaðar­laun.
 • Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir utan­ríkis­ráð­herra var með 2.131.837 krónur í mánaðar­laun.
 • Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir vísinda,- iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra var með 2.039.771 krónur í mánaðar­laun.
 • Ás­mundur Einar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra var með 2.013.678 krónur í mánaðar­laun.
 • Willum Þór Þórs­son heil­brigðis­ráð­herra var með 1.600.775 krónur í mánaðar­laun.
 • Jón Gunnars­son dóms­mála­ráð­herra var með 1.525.718 krónur í mánaðar­laun.

Frétta­blaðið mun í sam­­starfi við DV birta fréttir úr á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­­stjóra sem munu birtast í dag og næstu daga.