Lilja D. Alfreðsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður mætti í Breiðagerðisskóla klukkan 10 í morgun til að greiða sitt atkvæði.
Kjörstaðir opnuðu klukkan 9 í morgun og verða opnir til klukkan 22.
Kosið verður til Alþingis í dag. Í gær voru fulltrúar framboðanna í Reykjavík að leggja lokahönd á kosningabaráttuna og barst leikurinn um víðan völl frá skrifstofum flokkanna og út á stræti borgarinnar.
Leiðtogar tókust á í sjónvarpskappræðum í sal Ríkisútvarpsins og þá hafa hugsanlega einhverjir gert upp hug sinn að þessu sinni.