Samkvæmt drögum að nýrri reglugerð um Íslenska getspá hækkar verðið á hverri röð í Lottó og kúlunum verður fjölgað í 42. Þá minnka líkur á að vinna þann stóra mikið.

Röð í Lottó kostar nú 130 krónur en á að hækka í 150 krónur.

Kúlurnar í Lottó voru 32 árið 1986. Eftir tvö ár var kúlunum fjölgað í 38 og í 40 árið 2008. Fjöldi kúlna hefur áhrif á líkurnar.

Í dag eru líkurnar á að vinna fyrsta vinning, það er fimm rétta, 1 á móti 658.008.

Eftir breytinguna, sem á að taka gildi 26. júní, minnka þær í 1 á móti 850.668.