Líkur eru á að gasmengun frá gos­stöðvum í Geldingar­dölum og Merar­dölum finnist í ein­hverju magni í dag í Grinda­vík, sam­kvæmt upp­lýsingum frá Veður­stofu Ís­lands.

Norðan og norð­vestan 8-13 fram­eftir degi á morgun, en hæg vest­læg eða norð­vest­læg átt síð­degis og annað kvöld með dá­lítilli snjó­komu eða slyddu. Nægi­lega hægur vindur svo upp­söfnun gass geti orðið hættu­leg nærri gos­stöðvum en þó lík­lega ekki í Grinda­vík í norð­vest­lægum áttum.

Um tvö þúsund mí­krógrömm á rúm­metra mældist af gasmengun í Njarð­vík í gær. Þá mældist mengun einnig í Vogum Þegar svo er búið skulu börn halda sig innan­dyra og í­búar eiga að loka gluggum.

Þá kemur fram ávef Veður­stofunnar að hraun­breiðurnar úr sprungunum þremur ná nú saman. „Hraun frá þriðja gos­staðnum sem opnaðist á mið­nætti hefur runnið bæði til suðurs niður í Geldinga­dali og í norð­austur í áttina að gos­opinu ofan við Mera­dali. Sam­feld hraun­breiða er því á milli gos­staðanna þriggja sem í raun til­heyra einni og sömu gos­sprungunni yfir kviku­ganginum við Fagra­dals­fjall.“