Jörgen Elfving, fyrrverandi yfirlautinant í Svíþjóð, segir útspil Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, í gærmorgun vera í venjulegum rússneskum stíl.

„Maður gefur í skyn eitthvað form af hótun án þess að segja nákvæmlega um hvað hún snýst,“ segir Elfving við Sænska ríkisútvarpið (SVT).

Pútín sagði að yrði Rússlandi ógnað myndu Rússar ekki hika við að beita öllu meðölum sem þeim séu tiltæk til að verjast.

Yfirlýsing Pútíns vekur áhyggjur af því að Rússa kunni að beita kjarnavopnum í hernaði sínum í Úkraínu. Við þessu hafa vestræn ríki áður varað að sögn Sænska ríkisútvarpsins. Jörgen Elfving segir að slík ákvörðun yrði þó ekki tekin af neinni léttúð af Rússum. Notkun kjarnavopna myndi hafa afleiðingar fyrir báða aðila.

„Verði þeim beitt í Úkraínu myndi Rússland líklega sjálft verða fyrir áhrifum. Þau færu eftir því hvaða vopnum yrði beitt og hvert geislavirki úrgangurinn tekur stefnuna,“ segir Elfving.