Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir í samtali við mbl.is að lík­lega verði gefinn viðbótarskammtur af bóluefni gegn COVID-19 til þeirra sem voru bólu­sett­ir með bólu­efni Jans­sen sem og fólki með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

Ákveðið var að halda eft­ir dágóðum skammti af bólu­efni en áður hefur komið fram að Íslend­ing­ar muni gefa um­framskammta af bólu­efni til fá­tæk­ari ríkja.

Þórólf­ur seg­ir senni­lega verði farið af stað með viðbót­ar­bólu­setn­ing­ar þegar heilsu­gæsl­an verður kom­in aft­ur af stað eft­ir sum­ar­frí.

Þórólfur segir fólk geta nú valið að fara í próf á landa­mær­un­um sjálf­vilj­ugt. Það hafi ekki verið þannig áður en verið sé að breyta því.