Í dag má búast við austan og suðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu. Líklega verður hvasst sunnan heiða. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að það er spáð nokkuð hvassri austan- og suðaustanátt suðvestanlands, en björtu veðri norðan til á landinu. Úrkoma verður líklega óveruleg þar til í kvöld þegar fer að rigna um landið suðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost á Norður- og Austurlandi.

Á morgun er útlit fyrir hvassa suðaustanátt með rigningu syðra, en skýjuðu og þurru fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig.

Á sunnudag er helsta breytingin sú að það rignir líklega víða um land og sennilega talsvert eða mikið á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að vetrarfærð sé í öllum landshlutum og víðast hvar hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Á bæði Suður- og Austurlandi hefur sést til hreindýrahjarða og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Suðaustan og austan 13-20, en hægari V-lands síðdegis. Rigning með köflum, en talsverð eða mikil rigning á SA- og A-landi. Hiti 3 til 8 stig.

Á mánudag:
Sunnan 5-13 og rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt N- og NA-lands. Hiti svipaður.

Á þriðjudag:
Austlæg átt, 5-13 með vætu, en snýst í suðvestlæga átt seinnipartinn. Rigning í flestum landshlutum og áfram milt í veðri.

Á miðvikudag:
Lægir og léttir víða til. Kólnandi veður.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir vaxandi austanátt með rigningu, en þurrt að mestu fyrir norðan. Hlýnandi veður.

Hægt er að fylgjast með veðurspá á vef Veðurstofunnar og færð vega á vef Vegagerðarinnar.