Lög­reglu­em­bættið í Ventura sýslu til­kynnti á Twitter rétt í þessu að lík hafi fundist í Piru- stöðu­vatninu, sem leik­konan Naya Rivera er talin hafa drukknað í.

Víða­mikil leit og björgunar­agð­erðir hafa verið við vatnið síðustu daga. Lög­regla til­kynnti fyrir helgi að gengið vær út frá því að slys hafi átt sér stað og að Rivera sé látin. Fjögurra ára sonur hennar fannst sofandi um borð í báti sem þau höfðu tekið á leigu. Hún er sögð hafa stungið sér til sunds en ekki skilað sér aftur til baka. Lögreglan í Ventura sýslu hefur boðað til blaðamannafundar.

Þau áttu að skila bátnum þremur tímum síðar. Þegar þau skiluðu sér ekki fóru starfs­menn að leita að þeim og fundu son hennar einan um borð í bátnum. Sonur hennar var í björgunar­vesti en full­orðins­vesti fannst um borð sem talið er að Riveria hafi leigt fyrir sig.

Naya Rivera sem er þrjá­tíu og þriggja ára er best þekkt fyrir að hafa leikið Santönu Lopez í söng­leikja­þáttunum Glee. Hún á son sinn með fyrr­verandi eigin­manni sínum og leikaranum Ryan Dors­ey.

Naya Rivera á tónlistarverðlaunum í Bandaríkjununum.
Ljósmynd/EPA