Karlmaður fannst látinn úti á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur fyrr í dag. Björgunarsveitir höfðu verið ræstar út til að leita mannsins. Þegar hann fannst var hann látinn.

Í samtali við Fréttablaðið staðfesti lögreglan að ekki léki grunur á að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Þá verður ekki gefin upp dánarorsök mannsins að svo stöddu.