Peleton líkamsræktarhjól Joe Biden, nýjasta forseta Bandaríkjanna, fær líklegast ekki að fylgja honum í Hvíta húsið sökum áhyggja af netöryggismálum vegna hjólsins. New York Times greinir frá málinu.
Í umfjöllun miðilsins kemur fram að Peleton hjól forsetans sé af nýjustu gerð. Á því er því myndavél og hljóðnemi, það er internettengt og býður notendum upp á að eiga í samskiptum við aðra á samfélagsmiðlum. Hjól Bidens kostar um 2500 Bandaríkjadollara eða því sem nemur rúmum 325 þúsund íslenskum krónum.
Biden tók við embætti í dag, líkt og alþjóð veit. Hann hefur nú þegar hafist handa við að snúa við ýmsum ákvörðunum sem forveri hans í starfi tók. Þannig er hann til að mynda þegar búinn að skrifa undir forsetatilskipun um endurkomu Bandaríkjanna í Parísarsáttmálann.
Segir í frétt miðilsins að CIA muni líklegast vilja kíkja á hjól Biden áður en það verður flutt inn í ný húsakynni forsetans. Bandaríska leyniþjónustan CIA muni líklegast gefa lítið fyrir að erlend yfirvöld eigi möguleika á því að brjótast inn í hjól Bandaríkjaforseta og fylgjast með samskiptum hans þar.
Biden, sem er 78 ára gamall, leggur mikla áherslu á líkamsrækt. Segir NYT að hann og eiginkonan, Dr. Jill Biden, hefji sér hvern dag á líkamsrækt, en þau eiga hjólið, auk lóða og hlaupabrettis.
Peleton „skandallinn“ hefur þegar vakið töluverða athygli:
CNN: Biden sworn in as president
— The Daily Show (@TheDailyShow) January 20, 2021
MSNBC: Biden inaugurated as 46th president
FOX NEWS: Biden refuses to answer questions about Peloton scandal
Segir í umfjölluninni að talsmenn hins nýja forseta hafi ekki svarað fyrirspurnum miðilsins um málið. Manneskja sem sögð er náin forsetanum sagði miðlinum þó að Joe og Jill útkljái það á hverjum morgni hver fær að nýta hjólið fyrst.
Biden er þó ekki fyrsti forsetinn sem átt hefur rafmagnstæki sem CIA hefur haft áhyggjur af. Þannig hafði leyniþjónustan miklar áhyggjur af iPhone síma Donald Trump, forvera Biden, en hann nýtti símann óspart til að hringja í gamla vini. Þá vildi Barack Obama fyrir alla muni nýta sér BlackBerry símann sinn í Hvíta húsinu og síðar iPad.
Haft er eftir Garrett Graff, sérfræðingi netöryggismála, að leyniþjónustan þurfi ávallt að bera virðingu fyrir þörfum forseta en á sama tíma tryggja öryggi þeirra. „Ógnin er raunveruleg,“ segir hann um hjólið en að svo virðist vera sem hún sé þó viðráðanleg með góðum undirbúningi.
Aðdáendur Peleton hjólanna eru þess fullvissir um að Biden muni ekki sætta sig við að skilja við hjólið, að því er New York Times hefur eftir þeim. „Enginn sem er trúr Peloton hjólinu sínu myndi flytja og ekki taka það með sér,“ segir Larry Appel, fyrrverandi yfirmaður hjólaframleiðandans.
Richard H. Ledgett Jr, fyrrverandi yfirmaður hjá bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni NSA, segir í samtali við NYT að ef hjólið eigi að fá að koma í Hvíta húsið, verði að fjarlæga myndavélina og hljóðnemann. Hann segist auk þess myndu ráðleggja Biden að stofna nýjan notanda með notendanafn af handahófi í hverjum mánuði.
Auk þess ætti hjólið að vera fjarri þeim stöðum þar sem viðkvæm mál gætu verið rædd. „Ef hann er gaur sem hjólar og talar við fólk, þá gæti það orðið vandamál,“ viðurkennir Ledgett, sem viðurkennir að hann sé mikill Peleton aðdáandi sjálfur.

After a year of Covid deaths, racial unrest, a crushing recession and a right-wing mob attacking my favorite building in America, it's nice to write a fun story. Here's one about "Joe from Scranton" and his fancy exercise bike. https://t.co/2uLd1NXewJ
— Sheryl Gay Stolberg (@SherylNYT) January 19, 2021