Lög­reglan í Nýja-Sjá­landi hefur stað­fest að líkams­leifar sem fundust í ferða­tösku sem seld var á net­u­pp­boði í Auck­land til­heyri tveimur ungum börnum.

Taskan var keypt á­samt ýmsum öðrum ó­skila­munum úr gömlu geymslu­hús­næði og þegar kaup­endur komu heim kom fljót­lega í ljós að eitt­hvað miður geðs­legt væri í henni. Þegar taskan var opnuð kom í ljós að í henni voru líkams­leifar.

Í frétt Guar­dian kemur fram að lög­regla telji að taskan hafi legið ó­hreyfð í um­ræddu geymslu­hús­næði í nokkur ár, senni­lega þrjú til fjögur. Lög­regla hefur nú hafið morð­rann­sókn og vinnur nú að því að rann­saka hvaðan taskan kom. Fólkið sem keypti töskuna liggur ekki undir grun í málinu.

Lög­regla hélt blaða­manna­fund í gær vegna málsins og á honum kom fram að börnin sem um ræðir hafi lík­lega verið á milli 5 og 10 ára þegar þau létust. Rann­sókn málsins er enn sem komið er skammt á veg komin og mun réttar­meina­fræðingur meðal annars reyna að komast að dánar­or­sök barnanna.

Lög­regla stað­festi að Inter­pol og aðrar lög­gæslu­stofnanir utan Nýja-Sjá­lands væru lög­reglu innan handar í málinu.