Lög­reglan í Kali­forníu­há­skóla, UC Berkel­ey, rann­sakar nú hvernig and­lát ein­stak­lings, sem fannst í gamalli heima­vistar­byggingu skólans, bar að.

Líkams­leifarnar, lítið meira en beina­grind, fundust á dögunum en ljóst þykir að mörg ár eru síðan manneskjan lést. Um er að ræða gamla heima­vistar­byggingu sem ekki hefur verið í notkun árum saman.

Í frétt CNN er haft eftir lög­reglu að ekki sé talið að við­komandi hafi verið nemandi við skólann, engra nem­enda sé að minnsta kosti saknað sam­kvæmt upp­lýsingum lög­reglu.

Réttar­læknir mun nú reyna að skera úr um dánar­or­sök og þá verður þess freistað að bera kennsl á líkið.

Nem­endur við skólann, sem eru alls 45 þúsund, urðu varir við mikinn við­búnað lög­reglu í síðustu viku þegar líkams­leifarnar fundust.