Innlent

Flug­­þjónn réðst á flug­mann í starfs­manna­­partýi WOW

Flugmaður WOW Air var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans eftir að samstarfsmaður hans kastaði í hann matardisk og sparkaði í hann liggjandi.

Skemmtunin á Hard Rock var skipulögð af starfsmannafélagi Wow Air. Ljósmynd/WOW air

Einn var fluttur á bráðadeild Landspítalans með áverka á höfði eftir líkamsárás í skemmtun sem skipulögð var af starfsmannafélagi WOW Air og haldin var á Hard Rock Café við Lækjargötu á föstudagskvöld. Maðurinn er á batavegi samkvæmt upplýsingafulltrúa fyrirtækisins.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er árásarmaðurinn flugþjónn hjá WOW Air sem nú hefur látið af störfum, og maðurinn sem ráðist var á flugmaður hjá flugfélaginu. Enn herma heimildir Fréttablaðsins að árásarmaðurinn hafi kastað í manninn matardisk og svo látið spörkin dynja þegar hann lá í jörðinni. Mikið blóð ku hafa verið á vettvangi. 

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, var ekki til taks til að svara spurningum Fréttablaðsins en sendi skriflegt svar: „Ég get staðfest að starfsmaður okkar lenti í tilefnislausri árás síðastliðið föstudagskvöld. Hann hefur fengið viðeigandi aðstoð og er á batavegi.“ 

Sjónarvottar segja að starfsmenn sem voru á staðnum hafi verið mjög brugðið. Tilkynning þess efnis að í lagi sé með starfsmanninn sem varð fyrir árásinni var send á alla starfsmenn WOW Air.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Ömur­legt“ að hafa þurft að láta konuna sofa inni á baði

Innlent

Kona á tí­ræðis­aldri látin sofa á salerni með kúa­­bjöllu

Dómsmál

Síðasta þriggja dómara málið

Auglýsing

Nýjast

ESB samþykkir drög að Brexit-samningi

Vann sinn sjötta BMW á 6 árum

Yfir­maður leyni­þjónustu rúss­neska hersins látinn

Í þessum löndum er bensínið ódýrast

Banda­ríkin sögð í­huga refsi­að­gerðir gegn Kúb­verjum

Hyundai Saga rafmagnsbíll í Sao Paulo

Auglýsing