Innlent

Flug­­þjónn réðst á flug­mann í starfs­manna­­partýi WOW

Flugmaður WOW Air var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans eftir að samstarfsmaður hans kastaði í hann matardisk og sparkaði í hann liggjandi.

Skemmtunin á Hard Rock var skipulögð af starfsmannafélagi Wow Air. Ljósmynd/WOW air

Einn var fluttur á bráðadeild Landspítalans með áverka á höfði eftir líkamsárás í skemmtun sem skipulögð var af starfsmannafélagi WOW Air og haldin var á Hard Rock Café við Lækjargötu á föstudagskvöld. Maðurinn er á batavegi samkvæmt upplýsingafulltrúa fyrirtækisins.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er árásarmaðurinn flugþjónn hjá WOW Air sem nú hefur látið af störfum, og maðurinn sem ráðist var á flugmaður hjá flugfélaginu. Enn herma heimildir Fréttablaðsins að árásarmaðurinn hafi kastað í manninn matardisk og svo látið spörkin dynja þegar hann lá í jörðinni. Mikið blóð ku hafa verið á vettvangi. 

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, var ekki til taks til að svara spurningum Fréttablaðsins en sendi skriflegt svar: „Ég get staðfest að starfsmaður okkar lenti í tilefnislausri árás síðastliðið föstudagskvöld. Hann hefur fengið viðeigandi aðstoð og er á batavegi.“ 

Sjónarvottar segja að starfsmenn sem voru á staðnum hafi verið mjög brugðið. Tilkynning þess efnis að í lagi sé með starfsmanninn sem varð fyrir árásinni var send á alla starfsmenn WOW Air.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Heiðraði minningu ömmu sinnar í Vancou­ver á hjartnæman hátt

Innlent

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Innlent

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Auglýsing

Nýjast

Angela Merkel gagn­rýnir ein­angrunar­hyggju Banda­ríkjanna

Fara fram á þungan dóm yfir fyrr­verandi kosninga­stjóra Trump

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­staðnum

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing