Ráðist var á einstakling í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir sjö í gærkvöldi. Var sá bólginn í andliti með brotna tönn.

Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi og reyndist ómögulegt að fá framburð þolanda varðandi málið sökum ölvunarástands. Var honum ekið á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Einnig var tilkynnt um líkamsárás við veitingastað í Hafnarfirði. Árásarmaður hafði slegið konu í andlitið og flúið vettvang áður en lögreglan mætti á svæðið. Konunni var ekið á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Maður var handtekinn í miðbænum grunaður um rán. Hann hafði farið inn á tvo veitingastaði, hótað starfsfólki með hníf og stolið áfengiflöskum. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.