Hópur ungmenna beitti kylfu við árás að jafnaldra sínum í Kringlunni í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Við árásina var notuð kylfa með þeim afleiðingum að brotaþoli slasaðist talsvert, og var fluttur á slysadeild í Fossvogi til aðhlynningar.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að málið hafi verið afgeitt með aðkomu barnaverndar og foreldrum árásaraðila og brotaþola.