Líkamsárás í heimahúsi í Bíldudal er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á Vestfjörðum. Lögreglunni barst tilkynning um líkamsárás aðfaranótt sunnudags.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að karlmaður hafi komið heim til sín seint að kvöldi til. Þá hafi tveir ókunnugir menn hleypt sér sjálfir inn til hans sem hann þekkti ekki.

Hann reyndi að koma þeim út úr húsinu sínu án árangurs. Í tilkynningu segir að þeir hafi svo ráðist að manninum. Hann beri áverka eftir árásina en ekki sé enn vitað hvað mönnunum gekk til.

Hægt er að sjá tilkynningu lögreglunnar hér að neðan.

Tilkynnt var um líkamsárás í heimahúsi á Bíldudal aðfararnótt sunnudags. Maður sem kom heim til sín að kvöldi til þegar...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Tuesday, 15 December 2020