Tals­verður erill var hjá lög­reglunni í gær­kvöld og í nótt. Alls voru 77 mál skráð í dag­bók og ellefu aðilar vistaðir í fanga­geymslu.

Þó nokkrir öku­menn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir á­hrifum á­fengis eða fíkni­efna eða jafn­vel bæði. Um klukkan 17 í gær var bif­reið stöðvuð í hverfi 108 eftir að henni hafði verið ekið of hratt.

Reyndu að flýja vettvang

Tveir menn reyndu að hlaupa frá bif­reiðinni en voru stöðvaðir. Þrjú voru hand­tekin og flutt á lög­reglu­stöð grunur um akstur undir á­hrifum. Öll voru þau vistuð í fanga­geymslu fyrir rann­sókn málsins.

Um klukkan 18 var karl­maður í annar­legu á­standi hand­tekinn á Lauga­vegi. Hann er grunaður um þjófnað úr verslun. Hann var vistaður í fanga­geymslu vegna á­stands síns.

Þá var til­kynnt um konu í annar­legu á­standi í hverfi 105 um klukkan 19.34. Hún var hand­tekin og vistuð í fanga­geymslu.

Klukkan 20:40 var bif­reið stöðvuð í hverfi 105. Öku­maður bif­reiðarinnar er grunaður um akstur undir á­hrifum. Fyrr um kvöldið hafði verið til­kynnt um bif­reiðina þar sem henni hafði verið ekið utan í kyrr­stæða bif­reið í hverfi 101. Vitni fylgdi bílnum eftir og til­kynnti til lög­reglu.

Líkams­á­rás í Austur­stræti

Um klukkan 21.30 var til­kynnt um tvo menn að ráðast á einn í Austur­stræti. Sam­kvæmt til­kynningu lög­reglu er ekki vitað um meiðsl og voru á­rásar­mennirnir farnir af vett­vangi er lög­regla kom. Vitað er hverjir á­rásar­mennirnir eru og er málið í rann­sókn.

Í Hafnar­firði var um klukkan hálf tólf ofur­ölvi maður hand­tekinn í Hafnar­firði eftir að til­kynnt hafði verið um hann sofandi á stiga­gangi í fjöl­býlis­húsi. Til­kynnt hafði verið um manninn áður þegar hann var að valda ó­næði. Hann var hand­tekinn og vistaður í fanga­geymslu.

Þá var rétt fyrir mið­nætti maður hand­tekinn í hverfi 112. Hann er grunaður um eigna­spjöll og var vistaður í fanga­geymslu fyrir rann­sókn málsins.

Rétt eftir klukkan tvö í nótt voru höfð af­skipti af öku­manni eftir um­ferðar­ó­happ á Bú­staða­vegi. Öku­maður er grunaður um ölvun við akstur. Hann var vistaður í fanga­geymslu eftir sýna­töku.