Kórónaveiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er talinn geta lifað í öndunarfærum smitaðra í allt að fimm vikur og jafnvel lengur. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birtist í læknaritinu The Lancet síðastliðinn miðvikudag og er fjallað um þetta á fréttavef CBS.

Þáttakendur í rannsókninni sem voru með COVID-19 fengu veirusýkingalyf sem virtist ekki hafa áhrif á líftíma veirunnar.

Landlæknir tekur fram í leiðbeiningum að líftími kórónaveirunnar sé sennilega stuttur á yfirborðum eins og á efni úr pappír. En ef slík efni eru menguð með líkamsvessum er rétt að fleygja þeim í almennt sorp.

Nítján læknar eru skráðir sem höfundar greinarinnar og er unnið úr upplýsingum úr sjúkraskýrslum tæplega tvö hundruð sýktra einstaklinga frá Kína.

Veiran lifir að jafnaði í 19 til 24 daga í líkama þeirra sem verða alvarlega veikir samkvæmt rannsókninni. Stysti líftími veirunnar sem hefur verið skráður eru átta dagar og er lengsti tíminn 37 dagar.