Dóm­stólar í Nýja Sjá­landi dæmdu í dag 28 ára gamlan karl­mann í lífs­tíðar­fangelsi en hann var fundinn sekur í nóvember í fyrra um að hafa kyrkt hina 21 árs gömlu Grace Milla­ne, komið henni fyrir í ferða­tösku, og grafið hana ná­lægt Auck­land í Nýja Sjá­landi. Nafnið á manninum hefur ekki enn verið gefið upp.

Að því er kemur fram í frétt CNN um málið þarf morðinginn að sitja inni í að minnsta kosti sau­tján ár án þess að eiga mögu­leika á skil­orðs­lausn. Maðurinn hefur á­valt neitað sök en hélt því fram að Milla­ne hafi ó­vart látist í grófum kyn­lífs­leikjum þeirra.

Kvið­dómur í málinu hafnaði þessu og tók að­eins um fimm klukku­tíma að komast að niður­stöðu. Í kjöl­far morðsins, og stað­hæfingu mannsins um að Milla­ne hafi notið þess að stunda gróft kyn­líf, var ítar­lega greint frá einka­lífi Milla­ne í fjöl­miðlum sem hafði tölu­verð á­hrif á fjöl­skyldu hennar. Á sama tíma hefur einkalíf morðingjans verið varið.

„Í heildina litið þá sýndu kring­um­stæður morðsins fram á mikið til­finninga­leysi,“ sagði dóm­stóllinn í til­kynningu og það tekið fram að morðið hafi verið náið í eðli sínu. Maðurinn sýndi engin við­brögð þegar dómurinn var lesinn upp.

Morðið vakti mikla at­hygli um allan heim þar og hafa margir krafist þess að tekið verði á of­beldi gegn konum. Þúsund manns voru við­staddir kerta­vöku fyrir Milla­ne eftir morðið og bað meðal annars for­sætis­ráð­herra Nýja Sjá­lands, Ja­cinda Ard­en, fjöl­skylduna af­sökunnar.

„Fyrir hönd Nýja Sjálands vil ég því biðja fjölskyldu Grace afsökunar – dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hérna og hún var það ekki, og ég biðst afsökunar á því,“ sagði Ard­en meðal annars í kjöl­far morðsins.