Danski uppfinningamaðurin Peter Madsen reyndi í morgun að flýja úr Herstedvester-fangelsinu í Danmörku þar sem hann afplánar lífstíðardóm fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall.

Samkvæmt heimildum Ekstra bladet náði hann að koma sér út úr fangelsinu í morgun. Er hann sagður hafa komist út með því að hóta því að sprengja sjálfan sig í loft upp. 

Hundpatrulje, bomberyddere og skarpskytter er indsat i forbindelse med Peter Madsens spektakulære flugtforsøg.

Posted by Ekstra Bladet on Tuesday, 20 October 2020

Ekstra bladet birtir myndir af vettvangi þar sem sjá má Madsen sitjandi í grasi í Alberstlund sem er um 400 til 500 metra frá fangelsinu. Lögregla hefur króað hann af og má sjá tvo vopnaða lögreglun menn beina byssum sínum að honum.

Stór lögregluaðgerð er nú í gangi og er sprengjusveit m.a. á svæðinu en Ekstra bladet segir að Madsen beri belti um mittið sem minni á sprengjubúnað.

Danska lögreglan greindi frá því á Twitter á morgun að lögreglan væri nú í aðgerð á Nyvej í Albertslund eftir að maður hafi reynt að flýja úr fangelsi. Maðurinn er ekki nafngreindur í færslunni.

Hlaut lífstíðardóm

Peter Madsen var í dæmdur í lífstíðarfangelsi í apríl 2018 fyrir morðið á blaðakonunni Kim Wall. Um er að ræða þyngstu refsingu sem hægt er að fá í Danmörku, en slíkir dómar eru afar óvanalegir þar í landi. Lífs­tíðar­dómur í Dan­mörku jafn­gildir al­mennt sex­tán árum.

Dómnum þótti skýringar Madsen ótrúverðugar og taldi hann hafa framið morðið að yfirlögðu ráði. Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Var hún að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Hann var einnig ákærður fyrir illa meðferð á líki en Madsen játaði að hafa bútað lík Wall niður. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot og var hann að auki dæmdur fyrir þessi brot.

Þrátt fyrir að sitja inni þá gekk hann í hjónaband með rúss­nesku blaða­konunni Jenny Kurpen í desember 2019. Extra bladet hafði samband við eiginkonu hans varðandi málið en hún vildi ekki tjá sig..