Rúm­um þrem­ur árum eft­ir að Jar­red W. Ram­os réðst inn á skrif­stof­ur dag­blaðs­ins Cap­i­tal Gaz­ett­e hef­ur kvið­dóm­ur kom­ist að því að hann hafi ver­ið með rétt­u ráði og því á­byrg­ur fyr­ir verkn­að­in­um. Hann mun því eyða því sem eft­ir lif­ir ævinnar inn­an fang­els­is­múr­a.

Þann 28. júní 2018 rudd­ist Ram­os inn á skrif­stof­u blaðs­ins í Anna­pol­is í Mar­y­land vopn­að­ur hagl­a­byss­u og myrt­i þar fimm. Þett­a er ein mann­skæð­ast­a á­rás­in á blað­a­menn og fjöl­miðl­a í sögu Band­a­ríkj­ann­a.

Jar­red W. Ram­os.
Fréttablaðið/AFP

Fyr­ir rétt­i í okt­ó­ber 2019 ját­að­i Ram­os sekt í 23 á­kær­u­lið­um, þar af fimm á­kær­um fyr­ir morð að yf­ir­lögð­u ráði. Við á­fram­hald­and­i með­ferð máls­ins varð að fá úr því skor­ið hvort hann hefð­i ver­ið með rétt­u ráði er hann framd­i skot­á­rás­in­a. Lög­fræð­ing­ar hans héld­u því fram að geð­ræn vand­a­mál væru á­stæð­a á­rás­ar­inn­ar en Ram­os hélt því fram að dag­blað­ið og dóm­stól­ar í Mar­y­land væru þátt­tak­end­ur í sam­sær­i gegn hon­um. Hefð­i kvið­dóm­ur kom­ist að þeirr­i nið­ur­stöð­u að hann hafi ekki ver­ið með rétt­u ráði hefð­i hann ver­ið lagð­ur inn á geð­deild.

Knú­inn rang­hug­mynd­um

Sak­sókn­ar­ar héld­u því fram fyr­ir dómi að á­rás­in hafi ver­ið þaul­skip­u­lögð. Ram­os hafð­i áður ráð­gert að ráð­ast á dóm­stól í Mar­y­land en hætt við það vegn­a öfl­ugr­ar gæsl­u þar. Þett­a þótt­i á­kær­u­vald­in­u sýna fram á að Ram­os hafi ver­ið and­leg­a heill þeg­ar hann framd­i skot­á­rás­in­a. Lög­fræð­ing­ar hans lýst­u hon­um fyr­ir rétt­i sem ein­far­a, knún­um af rang­hug­mynd­um um meint sam­sær­i Cap­i­tal Gaz­ett­e og dóm­stól­a gegn sér.

Á­rás­in er ein sú mann­skæð­ast­a gegn fjöl­miðl­a­fólk­i í sögu Band­a­ríkj­ann­a.
Fréttablaðið/AFP

Ram­os höfð­að­i meið­yrð­a­mál gegn Cap­i­tal Gaz­ett­e og nokkr­um starfs­mönn­um árið 2012 eft­ir um­fjöll­un um játn­ing­u hans í máli er varð­að­i á­reitn­i. Þá var hann dæmd­ur til 18 mán­að skil­orðs­bund­ins fang­els­is og fyr­ir­skip­að að fara í sál­fræð­i­ráð­gjöf. Mál­in­u var vís­að frá þar sem dóm­ar­i sagð­i ekk­ert ver­ið rangt í um­fjöll­un blaðs­ins.

Sex eft­ir­lif­end­ur á­rás­ar­inn­ar báru vitn­i í mál­in­u og lýst­u í smá­at­rið­um því þeg­ar Ram­os rudd­ist inn á skrif­stof­un­a með hagl­a­byss­u. Ein þeirr­a, Jan­el Co­ol­ey, sagð­i frá því hvern­ig hún leit­að­i skjóls und­ir skrif­borð­i og heyrð­i vin­kon­u sína og sam­starfs­kon­u Reb­ec­ca Smith muldr­a nokk­ur af sín­um síð­ust­u orð­um - „Nei, nei, nei“ áður en Co­ol­ey heyrð­i skot­ið úr hagl­a­byss­u.

Anna­pol­is-borg vígð­i í síð­ast­a mán­uð­i minn­is­merk­i um fórn­ar­lömb á­rás­ar­inn­ar sem köll­uð hafa ver­ið „vernd­ar­ar fyrst­u stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar­inn­ar“ en með henn­i var mál- og tján­ing­ar­frels­i stjórn­ar­skrár­bund­inn rétt­ur í Band­a­ríkj­un­um.

Minn­is­varð­inn vígð­ur þann 28. júní.
Fréttablaðið/AFP