Lífs­horfur fólks sem greinist með krabba­mein á Norður­löndunum hafa aukist á síðustu 25 árum. Al­mennt eru lífs­horfur krabba­meins­sjúk­linga á Norður­löndunum með þeim bestu í heimi. Þetta sýnir ný saman­burðar­rann­sókn sem var unnin á sam­nor­rænum grunni og tveir sér­fræðingar Krabba­meins­fé­lagsins komu að.

Í saman­burði við hin Norður­löndin kemur Ís­land vel út þegar kemur að lífs­horfum fólks með lungna­krabba­mein eða enda­þarm­s­krabba­mein. Lífs­horfur ís­lenskra kvenna með brjósta­krabba­mein og ís­lenskra karla með blöðru­háls­kirtil­s­krabba­mein eru aftur á móti í lægri kantinum í saman­burðinum þó þær séu innan eðli­legra marka.

Lægsta nýgengi krabbameins í blöðruhálskirtli

Að sögn Elín­borgar J. Ólafs­dóttur, sér­fræðings hjá Krabba­meins­skrá Krabba­meins­fé­lagsins, hafa lífs­horfur kvenna sem greinast með brjósta­krabba­mein á Ís­landi ekki aukist eins mikið og á þær hafa gert á hinum Norður­löndunum á síðustu 15 árum.

Ný­gengi á blöðru­háls­kirtil­s­krabba­meinum hefur hins vegar lækkað hratt á landinu á síðustu árum og er nú það lægsta á Norður­löndum. Dánar­tíðni af völdum þess kyns krabba­meins er einnig í lægri kantinum miðað við hin löndin.

Í til­kynningu frá Krabba­meins­fé­laginu vegna rann­sóknarinnar segir að fyrir flest krabba­mein skeri Ís­land sig ekki mark­tækt frá hinum Norður­löndunum. Þá er vert að geta þess að í út­reikningum fyrir Ís­land er senni­lega mesta ó­ná­kvæmnin ein­fald­lega vegna smæðar landsins en einnig vegna aldurs­sam­setningar þjóðarinnar sem er frá­brugðin hinum löndunum, sem eru til­tölu­lega lík inn­byrðis.

Höfundar greinarinnar, þar sem niður­stöður rann­sóknarinnar eru raktar, telja lík­legt að auknar lífs­horfur megi þakka fjöl­breyttum að­gerðum sem öll löndin hafa ráðist í á undan­förnum ára­tugum, svo sem aukinni á­herslu á snemm­greiningu, bætta með­ferð, inn­leiðingu krabba­meins­á­ætlana, sam­ræmdra með­ferðar­leið­beininga og ferla til að veita sjúk­lingum bestu um­önnun.

Tækifæri til að gera enn betur

„Niður­stöður rann­sóknarinnar eru mjög já­kvæðar en þær sýna okkur að við verðum eins og aðrar þjóðir að halda vel á spilunum, við viljum ekki dragast aftur úr ná­granna­þjóðunum. Afar brýnt er að Ís­land sé ekki eftir­bátur hinna Norður­landanna varðandi greiningu og með­ferð krabba­meina,” segir Halla Þor­valds­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Krabba­meins­fé­lagsins.

„Við eigum að sjálf­sögðu að nýta okkur þeirra reynslu og horfa til að­gerða sem geta dregið úr líkum á því að fá krabba­mein og að auka lífs­horfur fólks sem greinist með krabba­mein. Reynsla hinna Norður­landanna af krabba­meins­á­ætlunum sem eru nýttar á mark­vissan hátt er mjög góð. Það er erfiðara að bæta árangur þegar hann er eins góður og raunin er á Norður­löndunum og við þurfum virki­lega að vanda okkur, til að geta samt gert enn betur.“

Helgi Birgis­son, yfir­læknir hjá Krabba­meins­skrá Krabba­meins­fé­lagsins, sem tók þátt í að skrifa greinina, segir að „þó lífs­horfur hafi aukist á undan­förnum ára­tugum eru tæki­færi til að gera enn betur og ekki má gleyma þeim krabba­meinum sem hafa enn til­tölu­lega slæmar horfur. Og auð­vitað verðum við að tryggja það að missa ekki niður árangur þegar við tökumst á við nýjar á­skoranir, svo sem CO­VID-19. Sam­starf nor­ræna rann­sóknar­hópsins heldur á­fram og næsta verk­efni sem liggur fyrir er að skoða hvort munur sé á lífs­horfum á Norður­löndunum eftir mein­gerð og á hvaða stigi sjúk­dómurinn greinist.“