Veðurstofan og almannavarnir vara við hellaskoðun í Eldvörpum á Reykjanesskaga eftir að lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi mældist. Gasmælingar voru gerðar í gær vegna landrissins við Þorbjörn.

Í tilkynningu segir að margir hellar séu á svæðinu en að hellirinn sem um ræði sé við bílastæði þar sem vinsælt sé að leggja upp í skoðun á Eldvörpunum.

Mælingar á svæðinu eru gerðar vikulega en þær eru hluti af viðbragði vegna landrissins.

Veðustofan sendi frá sér tilkynningu í dag vegna koltvísirings sem mælst hefur í helli við Eldvörpin og er vel yfir...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Friday, February 21, 2020