Líf Magneu­dóttir, odd­viti Vinstri grænna í Reykja­vík, vill leiða lista þeirra í annað sinn í Reykja­vík. Það til­kynnti hún á sam­fé­lags­miðli sínum í dag.

Þar segir Líf að hún brenni fyrir borgar­sam­fé­laginu og fer yfir meiri­hluta­sam­starfið síðustu fjögur árin og þau verk­efni sem hún hefur komið að en hún er eini borgar­full­trúi Vinstri grænna í borgar­stjórn.

„Síðustu fjögur ár hafa verið krefjandi á margan hátt, ekki síst vegna heims­far­aldursins og af­leiðinga hans en þau hafa líka verið gjöful og lær­dóms­rík og fram undan er mikill upp­skeru­tími,“ segir Líf.

Hún segist stolt af mörgum verk­efnum meiri­hlutans en að mörg hefði hún viljað sjá þróast á annan hátt og að hún vilji leggja á­herslu á þau á næsta kjör­tíma­bili.

„Vil ég þar nefna mennta­málin og um­gjörð þeirra, við­halds­mál hús­næðis, fjár­mögnun mála­flokks fatlaðs fólks, fyrir­komu­lag borgara­lýð­ræðis og að gerðar séu enn meiri kröfur í hönnun borgarinnar m.t.t al­manna­rýma og fagur­fræði. Eins mun ég beita mér fyrir enn fleiri breytingum á Aðal­skipu­lagi Reykja­víkur til auka rými fyrir vist­væna ferða­máta og fletta upp mal­biki. Þá vil ég fella út fyrir­huguð göng í gegnum Öskju­hlíð og gera mis­læg gatna­mót víkjandi í skipu­laginu,“ segir Líf í til­kynningu sinni sem má lesa í fullri lengd hér að neðan.

Til­kynnt var í dag að á­kveðið verður að hafa for­val um þrjú efstu sætin hjá VG í Reykja­vík. Líf er sú fyrsta sem til­kynnir um fram­boð sitt hjá flokknum í Reykja­vík. Hún hefur verið borgar­full­trúi frá árinu 2016 en var fyrir það vara­borgar­full­trúi en tók við sem borgar­full­trúi árið 2016 þegar Sól­ey Tómas­dóttir hætti í borgar­stjórn.