Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segist ekki sjá hvernig Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og formaður breska Íhaldsflokksins muni lifa af pólítískt í þeirri stöðu sem hann er kominn í nú.

„Maður hefur varla séð svona atlögu að breskum forsætisráðherra síðan á tímum Margaret Thatcher,“ segir Eiríkur.

Málið snýst um ásakanir gegn varaformanni þingflokks Íhaldsmanna Chris Pincher, 52 ára, þess efnis að hann hafi gerst sekur um kynferðislega áreitni gagnvart manni í samkvæmisklúbbi í London í síðustu viku.

Boris Johnson í bobba.
Chris Pincher, varaformaður þingflokks Íhaldsmanna.
Fréttablaðið/Getty images

Rætt verður við Eirík og Ólaf Þ. Harðarsson stjórnmálafræðiprófessora í Fréttavaktinni á Hringbraut í opinni dagskrá sem hefst klukkan 18:30. Einng sýnum þar frá heitum umræðum í fyrirspurnartíma til forsætisráðherra í breska þinginu í dag.