Rædd voru sam­eigin­leg mark­mið sem varða hags­muna­gæslu barna í heimilis­of­beldis­málum þegar stjórnar­konur Lífs án of­beldis funduðu með Ás­mundi Einari Daða­syni, mennta- og barna­mála­ráð­herra, í morgun. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá sam­tökunum.

„Ráð­herra lagði mikla á­herslu á að hags­munir barna í þeirra eigin málum trompi allt annað,“ segir í til­kynningunni. Þau segja ljóst að brennandi á­hugi sé í ráðu­neytinu fyrir því að gera betur við að efna skuld­bindingar stjórn­valda um að setja hags­muni barna alltaf í for­gang.

„Á fundinum voru ræddar þær brota­lamir sem Líf án of­beldis sér kerfis­bundið í málum barna sem koma úr heimilis­of­beldi, dæmi um mæður sem hafa þurft að flýja land með börnin sín, börn sem fá ekki á­heyrn í kerfinu.“

Allir sem við­staddir voru fundinn voru sam­mála um hversu brýn nauð­syn er að skýra sam­spil á milli barna­verndar­laga og barna­laga þegar kemur að á­kvörðun í for­sjár- og um­gengnis­málum, þar sem fyrir liggur rök­studdur grunur um of­beldi gegn barni og ná­komnum.

Sam­tökin treysta því að dóms­mála­ráð­herra muni einnig stíga öll nauð­syn­leg skref í þessa sömu átt að hags­munum barna. Þau segja mála­flokkinn vera um­fangs­mikinn og að hann varði líf og heilsu barna til fram­tíðar.

„Líf án of­beldis fagnar því að sam­talinu sé komið á við mennta- og barna­mála­ráðu­neytið og mun í fram­haldinu halda á­fram að upp­lýsa barna­mála­ráð­herra um reynslu brota­þola heimilis­of­beldis af kerfinu svo hún nýtist til úr­bóta í þeirri vinnu sem er fyrir höndum í ráðu­neytinu,“ segir í til­kynningunni.

Líf án of­beldis eru bar­áttu­sam­tök mæðra og upp­kominna barna sem krefjast þess að börn séu vernduð gegn of­beldi í um­gengis- og for­sjár­málum.