Banda­rískur karl­maður sem hlaut al­var­lega á­verka í sprengju­á­rás í Afgan­istan fyrir ára­tug segist líða vel en nú um mundir er eitt og hálft ár síðan maðurinn undir­gekkst typpaígræðslu, sem var sú fyrsta sinnar tegundar að því frá er greint á vef Washington Post.

Maðurinn steig á jarð­sprengju með þeim af­leiðingum að hann missti fætur sína með öllu. Hann getur þó þökk sé að­gerðinni lifað nánast eðli­legu lífi og er hann á­nægður með að­gerðina. Að­gerðin tók fjór­tán klukku­stundir og tóku 36 læknar þátt í henni. Fjórar aðrar hafa verið gerðar í kjöl­farið.

Skurð­læknar mannsins birtu bréf um heilsu mannsins í fræða­tíma­riti í gær. Þar er haft eftir lækninum Dr. Rick Redett að í­græðslan hafi gengið vel og að virkni líf­færanna sé sem skyldi hjá manninum. Manninum líði í fyrsta sinn eins og hann sé heill á ný.

Fram kemur í um­fjöllun NBC að maðurinn geti átt eðli­legt holdris, fengið full­nægingu og pissað standandi með hjálp gervi­fóta. Hann getur hins vegar ekki fram­leitt sæði með eðli­legum hætti þar eð ekki voru á­grædd eistu á hann. Í um­fjöllun NBC kemur fram að sæði úr í­græddum eistum myndi inni­halda erfða­efni líf­færa­gjafans en ekki þess sem fær þau í­grædd.

1367 banda­rískir her­menn urðu fyrir slíkum skaða á kyn­færum í stríðunum í Afgan­istan og Írak á milli 2001 og 2013. Ekki allir þurfa á slíkri í­græðslu að halda en tekið er fram að margir hafi þurft að lifa með varan­leg sár.